Ingi Rafn áfram á Selfossi

Ingi Rafn Ingibergsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um tvö ár og leikur því með Selfyssingum í 1. deildinni á komandi leiktíð.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni segir að gríðarleg ánægja sé innan deildarinnar með að hafa tryggt krafta Inga Rafns áfram enda smiti leikgleði hans í hópinn og langt upp í áhorfendastúku. Þá sé hann ekki siður góð fyrirmynd sem er alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna

Ingi Rafn er 31 árs gamall en hann hefur spilað rúmlega eitthundrað deildar- og bikarleiki með Selfyssingum auk þess að leika meistaraflokksleiki með ÍBV, Ægi og Frey.

Fyrri greinHótel Örk hlýtur alþjóðleg golfverðlaun
Næsta greinHanna lang markahæst í Olís-deildinni