Ingbjörg með gull í Malmö

Keppendur frá Umf. Selfoss stóðu sig vel á Norðurlandamótinu í taekwondo í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi, þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri.

Í bardaga, eða sparring, vann Ingibjörg Grétarsdóttir gullverðlaun og Davíð Pétursson og Kristín Hrólfsdóttir bronsverðlaun og í formi, poomsae, hreppti Guðrún Vilmundardóttir silfurverðlaun.

Íslenska landsliðið í ólympískum bardaga náði silfri meðal landsliða og er það besti árangur landsliðsins til þessa á Norðurlandamóti. Það mátti ekki miklu muna að liðið hefði hreppt gullið því þeir keppendur sem fóru í úrslit og töpuðu voru aðeins 1-2 stigum undir.

Að sögn Meisam Rafiei, landliðsþjálfara, er íslenska liðið mjög samheldið og góður liðsandi sé stór þáttur í árangri landsliðsins.