Ingþór og Tómas áfram með Hamri

Hvergerðingarnir Ingþór Björgvinsson og Tómas Ingvi Hassing hafa skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Hamars.

Ingþór er tvítugur miðjumaður sem hefur verið einn af máttarstólpum Hamars undanfarin ár og fyrirliði liðsins.

Tómas Ingvi er nítján ára gamall framherji sem er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki en hann lék ellefu deildarleiki með Hamri í fyrra og skoraði eitt mark.