ÍBV vann Ragnarsmótið – Elvar og Sverrir verðlaunaðir

ÍBV tryggði sér sigur á Ragnarsmóti karla í handbolta í dag þegar mótinu lauk í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.

ÍBV vann alla þrjá leiki sína á mótinu, gegn Selfossi, Val og Haukum.

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV, var valinn besti leikmaður mótsins en hann var einnig markahæstur á mótinu. Stephen Nielsen, ÍBV, var valinn besti markvörðurinn, Sverrir Pálsson, Selfossi, besti varnarmaðurinn og Elvar Örn Jónsson, Selfossi, besti sóknarmaðurinn.

Úrslit Ragnarsmótsins:

1. umferð:
Selfoss-ÍBV 25-30
Valur-Haukar 31-39

2. umferð:
Selfoss-Haukar 33-26
Markahæstir: Teitur Örn Einarsson 10 mörk, Elvar Örn Jónsson 7 mörk.
ÍBV-Valur 28-27

3. umferð:
Selfoss-Valur 33-25
Markahæstir: Einar Sverrisson 9 mörk, Elvar Örn Jónsson 7 mörk.
ÍBV-Haukar 28-27