ÍBU fær góðan liðsstyrk

Pétur Geir, Liam og Sólmundur Magnús Sigurðarson, formaður ÍBU. Ljósmynd/ÍBU

Liam Killa og Pétur Geir Ómarsson hafa skrifað undir samninga við knattspyrnulið Íþróttabandalags Uppsveita. Liam verður aðstoðarþjálfari Sigurðar Donys og Pétur Geir leikmaður en hann spilar best sem framherji.

Eftir langan feril hefur Liam lagt skóna í hilluna eftir að hafa slitið krossband. Hann lék stærstan hluta ferilsins með Hamri og Ægi. Hann mun sjá að mestu um þjálfun liðsins næstu mánuði á meðan Sigurður Donys er bundinn í vinnu á Vopnafirði og verður honum svo til aðstoðar í sumar.

Pétur Geir er þrítugur og þrautreyndur framherji. Hann hefur spilað með Hamri undanfarin þrjú ár en lék sinn fyrsta æfingaleik með ÍBU gegn KM fyrir stuttu og það tók hann aðeins fjórar mínútur að skora sitt fyrsta mark. Í tilkynningu frá ÍBU segir að samningaviðræður við Pétur hafi verið langar en eftir að Gísli Þór Brynjarsson bauð honum ókeypis smíðakennslu var ekki aftur snúið.

Fyrri greinHvar á Alda aldanna að vera?
Næsta greinBrynja Valgeirs í Hamar