Í vígahug í seinni hálfleik

Ragnar Jóhannsson skoraði fimm mörk fyrir Selfoss í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á Víkingum í Olísdeild karla í handbolta í Víkinni í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik settu Selfyssingar í gírinn í þeim seinni.

Víkingar höfðu frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn, náðu tveggja marka forystu snemma en Selfoss jafnaði 6-6. Heimamenn bættu þá í, náðu aftur þriggja marka forskoti en Selfyssingar náðu að minnka muninn fyrir hálfleik, 15-14.

Seinni hálfleikurinn var í öruggum höndum Selfyssinga sem unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og voru komnir með gott forskot þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Engin spenna var í leiknum á lokakaflanum og Selfoss sigraði að lokum 26-32.
Atli Ævar Ingólfsson og Einar Sverrisson voru markahæstir Selfyssinga með 7 mörk, þar af skoraði Einar þrjú af vítalínunni. Ragnar Jóhannsson skoraði 5, Karolis Stropus 4, Alexander Már Egan 3. Hergeir Grímsson 2 og þeir Hannes Höskuldsson, Sölvi Svavarsson, Tryggvi Þórisson og Guðjón Baldur Ómarsson skoruðu allir 1 mark.

Vilius Rasimas varði 9/1 skot í mark Selfoss og var með 29% markvörslu og Sölvi Ólafsson varði 1/1 skot og var með 25% markvörslu.

Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar, nú með 22 stig og mætir næst ÍBV í stórleik á Selfossi næstkomandi laugardag, en ÍBV sigur í 4. sæti með 25 stig.

Fyrri greinSunnlensku liðin skildu jöfn
Næsta greinEggert Valur leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra