Íþrótta- og leikjanámskeið alltaf jafn vinsæl

Fjöldi sunnlenskra barna á aldrinum sex til tólf ára tekur á hverju þátt í vinsælum sumarnámskeiðum Héraðssambandsins Skarphéðins.

Tvö þeirra eru nú þegar hafin en fjögur hefjast þann 13. júní.

Hvert námskeið stendur yfir í níu daga í 2 og 1/2 klst. í senn. Námskeiðin hefjast fyrir hádegi kl. 9:00 og eru til 11:30 og eftir hádegi frá 12:30 til 15 eða 13 til 15:30.

Það eru þau Guðni Sighvatsson, Emelía Jónsdóttir, Hallbera Gunnarsdóttir og Ingibjörg Markúsdóttir sjá um að kenna á námskeiðunum á þessu sumri.

Líkt og áður er mikil áhersla lögð á að kenna leiki og sem flestar íþróttagreinar á námskeiðunum, svo sem knattspyrnu, frjálsar íþróttir, hjólreiðar, sund, gönguferðir, körfuknattleik, alls kyns þrautir og sitthvað fleira.

Líkt og áður sagði eru tvö námskeiðanna nú þegar hafin, það er á Laugalandi og í Þykkvabænum og standa þau til 16. júní.

Fjögur námskeið hefjast 13. júní; í Reykholti í Biskupstungum, á Brautarholti, á Laugarvatni og Borg í Grímsnesi. Kennt er virka daga á þessu tímabili, en frí er á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.