Hvolsskóli sigraði í Suðurlandsriðlinum

Lið Hvolsskóla sigraði í Suðurlandsriðli Skólahreysti en keppnin var haldin í gær. Hvolsskóli er því kominn í úrslitakeppnina sem fram fer þann 8. maí.

Tíu skólar tóku þátt og var keppnin jöfn og spennandi en Hvolsskóli tryggði sér sigurinn með því að vinna í síðustu greininni, hraðaþrautinni.

Hvolsskóli fékk 57 stig en hörkukeppni var um 2. sætið þar sem þrír skólar voru í baráttunni; Flóaskóli með 53 stig, Grunnskólinn á Hellu með 52 stig og Sunnulækjarskóli með 50 stig.

Í liði Hvolsskóla eru þau Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Þórdís Ósk ÓIafsdóttir, Bjarni Már Björgvinsson og Óli Guðmar Óskarsson. Varamenn eru Sunna Lind Sigurjónsdóttir og Ívan Breki Sigurðsson.

Fyrri greinHátíðartónleikar í kirkjum Rangárþings
Næsta greinMótmæla harðlega áformum um skert framlög til jöfnunarsjóðs