Hvolsskóli sigraði í Skólahreysti

Lið Hvolsskóla sigraði í Suðurlandsriðli Skólahreysti sem haldinn var í Smáranum í Kópavogi í byrjun mars.

Ellefu skólar af Suðurlandi tóku þátt í keppninni og er þetta í þriðja sinn á fjórum árum sem Hvolsskóli sigrar og kemst í úrslitakeppnina.+

Lið Hvolsskóla skipa Ómar Alejandro Waldosson, Ævar Viktorsson, Eygló Arna Guðnadóttir og Snædís Sól Böðvarsdóttir.

Í öðru og þriðja sæti lentu Grunnskólinn í Hveragerði og Grunnskóli Bláskógabyggðar.

Úrslitakeppnin fer fram 28. apríl nk. í beinni útsendingu á RÚV.