Hvergi hvikað frá undirbúningi Landsmóts

Hvergi verður hvikað frá undirbúningi Landsmóts hestamanna í sumar þrátt fyrir að smitandi hósti gangi nú yfir hrossastofninn í landinu.

Framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna fundaið í gær með dýralækni hrossasjúkdóma og þar var þetta ákveðið.

Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá og ef á þarf að halda verða settar á aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda.

„Í lögum og reglum Landsambands hestamanna er heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir Landsmótsúrtöku. Félögin eru hvött til þess að nýta þetta ákvæði, ef þörf krefur, til að veita sem flestum tækifæri til að afla sér þátttökuréttar á Landsmóti,“ sagði Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri mótsins í samtali við sunnlenska.is.

Jóna hvetur hestamenn til að gæta að velferð hrossa sinna og mæta ekki með veik hross til keppni eða sýninga.

Fyrri greinFjölskyldustemmning á Selfossvelli
Næsta greinEkið á gangandi vegfaranda