Hvergerðingar og Rangæingar með flest stig

Fyrri hluti héraðsmóts HSK í blaki karla og kvenna fór fram í síðustu viku. Hamar leiðir karlakeppnina en Dímon-Hekla hjá konunum.

Sex karlalið eru skráð til leiks og sjö kvennalið. Karlarnir spiluðu á Flúðum 11. janúar og konurnar léku á Hellu daginn eftir.

Karlaflokkur:
Karlaliðin spila eina umferð allir við alla og svo einföld úrslit milli liða í sætum 1-2, 3-4 og 5-6, þannig að hvert lið fær sex leiki eða þrjá á kvöldi.

Dregið var í umferðina og er staðan eftir ½ umferð þessi: Hamar 1 leiðir með 8 stig en þeir unnu Hrunamenn í oddaleik sem eru í 2. sæti með 7 stig. UMFL er í 3 sæti með 5 stig, þá eru Selfoss og Hamar 2 jöfn að stigum í 4.-5. sæti og Dímon í því 6. með 1 stig.

Kvennaflokkur:
Kvennaliðin hafa á undanförnum þremur árum spilað í tveimur deildum m.a. vegna fjölda þátttökuliða og eins komu mörg ný lið inn í keppnina. Þessi lið eru í dag orðin reyndari og betri og þar sem aðeins sjö lið voru skráð var ákveðið að öll liðin spiluðu í einni deild, eina umferða allir við alla og sex leikir á lið. Sigurvegari verður það lið með flest stig að umferðinni lokinni.

Reynt var að raða að einhverju leiti í umferðina þannig að líklegir úrslitaleikir færu fram í næsta hluta. Þegar um helmingur leikja hefur verið spilaður er staðan þessi: Dímon-Hekla leiðir með 12 stig en þær hafa leikið 4 leiki, Hamar 1 og UMFL eru bæði með 9 stig en UMFL hefur leikið 4 leiki líkt og Dímon-Hekla en Hamar 1 aðeins 3, Hrunakonur 1 hafa 3 stig í 4. sæti, þá Dímon-Hekla 2 með 2 stig, Hamar 2 er með 1 stig í 6. sæti og Hrunakonur 2 í því sjöunda án stiga. Sum liðin hafa leikið fjóra leiki en önnur aðeins þrjá og því getur stigastaðan breyst nokkuð í síðari hlutanum.

Einstök úrslit má sjá hér.

Fyrri greinLeitað að heitu vatni á Selfossi
Næsta greinStraumlaust í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð í nótt