Hvergerðingar leita að miðverði

2. flokk Hamars í knattspyrnu vantar miðvörð til að stoppa upp í gat í miðri vörninni.

Ólafur Jósefsson, þjálfari 2. flokks Hamars, segir að umræddur leikmaður gæti komið hvort sem er af Suðurlandi eða af höfuðborgarsvæðinu. Þetta gæti verið upplagt tækifæri fyrir miðvörð sem annað hvort er ekki í aðalliði síns félags, eða vill einfaldlega prófa nýtt og spennandi lið þar sem hann fær að spila.

„Að sjálfsögðu myndum við gæta allra formsatriða gagnvart félagi hans og við erum til í alls konar útfærslur á samstarfi við félag leikmannsins ef á þarf að halda, t.d. lánssamning,“ segir Ólafur en áhugasamir geta haft samband við hann í síma 821-4583 eða olijo@talnet.is.

Fyrri greinTímamót í sögu plastiðnaðar
Næsta greinBolette leysir Ingibjörgu af