Hvergerðingar kaldir í 3. leikhluta

Hamar sótti ekki stig vestur á Ísafjörð þegar liðið mætti Vestra í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 93-81.

Fyrsti leikhluti var jafn og mikið skorað en staðan að honum loknum var 27-29. Baráttan hélt áfram í 2. leikhluta og Hamar leiddi í leikhléi, 45-47. Heimamenn mættu hins vegar af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn þar sem Hamarsvörnin hélt engu. Heimamenn skoruðu 34 stig gegn 18 og lögðu þar grunninn að sigrinum en staðan var 78-64 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Hamar náði ekki að svara fyrir sig á lokakaflanum.

Larry Thomas var með besta framlagið hjá Hamri í kvöld. Tölfræðieinkunnina þrettán.

Hamar hefur sex stig í 6. sæti deildarinnar að loknum fimm leikjum.

Tölfræði Hamars: Julian Nelson 18/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 14, Larry Thomas 10/6 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 9/5 fráköst, Oddur Ólafsson 8/5 fráköst, Ísak Sigurðarson 7/4 fráköst, Smári Hrafnsson 6, Arnór Ingi Ingvason 4, Bjartmar Halldórsson 3, Kristinn Ólafsson 2/7 fráköst.

Fyrri grein„Fólk setti hjarta sitt á borðið“
Næsta greinChambrelan sagt upp störfum