Hveragerði gerir þjónustusamning við GHG

Golfklúbbur Hveragerðis og Hveragerðisbær hafa undirritað þjónustusamning sem ætlað er að efla samstarf bæjaryfirvalda og golfklúbbsins og tryggja öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Hveragerði.

Ennfremur er markmið með samningnum að efla golfíþróttina í bæjarfélaginu og að sem flestum gefist tækifæri til þátttöku án óhóflegrar gjaldtöku.

Samningurinn er byggður upp þannig að báðir aðilar hafi hag af en hann er metinn á 19,4 milljónir króna á næstu 4 árum. Auk þess munu golfarar taka að sér viðhald íþróttavalla bæjarins og fær klúbburinn sérstaka greiðslu fyrir það.

Það er von bæjaryfirvalda að með samningnum verði klúbbnum gert mögulegt að halda úti jafn öflugu starfi og hingað til hefur verið gert.

Fyrri greinSjö sækja um skólastjórann í Þorlákshöfn
Næsta greinRokið sækir í sig veðrið