Hver að verða síðastur að komast í frjálsíþróttaskólann

Ljósmynd/Aðsend

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í tólfta sinn á Selfossi, dagana 21.-25. júní. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í sumarbúðirnar en aðeins er tekið við 60 krökkum og eru fá laus pláss eftir.

Skólinn er fyrir 11-15 ára krakka og þar er aðaláherslan lögð á kennslu í frjálsum íþróttum, en í bland við frjálsíþróttaæfingar er til dæmis farið í sund, ýmis konar leiki s.s. ljósmyndaratleik og hópefli, haldnar kvöldvökur og endar skólinn svo með frjálsíþróttamóti.

Þátttökugjald er 25.000 kr. (20.000 kr fyrir systkini) en innifalið í því er kennsla, fæði, gisting og fleira. Aðalumsjónarmenn líkt og undafarin ár eru Ágústa Tryggvadóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir. Einnig munu fleiri þjálfarar og aðstoðarmenn vinna við sumarbúðirnar. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst frjalsithrottaskoli@gmail.com.

Fyrri grein39 stúdentar brautskráðust frá ML
Næsta greinNý sýning opnar í Listasafninu á laugardag