Hundrað kylfingar á fyrsta móti ársins

Rúmlega 100 kylfingar mættu til leiks í brakandi blíðu á Vormóti Golfklúbbs Þorlákshafnar sl. sunnudag.

Leikin var punktakeppni með forgjöf. Mótið fór í alla staði vel fram og augljóst var að kylfingar eru orðnir spenntir fyrir að komast í golf og spila inn á sumarflatir.

Fannar Jónsson, GK, sigraði á mótinu með 37 punkta (19 punktar á seinni 9 holunum) og Herbert Viðarsson, GOS, varð annar, sömuleiðis með 37 punkta (14 punktar á seinni 9 holunum). Heimamaðurinn Svanur Jónsson, GÞ, varð þriðji með 35 punkta.

Nándarverðlaun á 3. holu vann Daníel Jón Helgason, GKG, en hann var 62 cm frá holunni eftir upphafshögg. Steingrímur Haraldsson, GOB, vann nándarverðlaun á 16. holu, var 159 cm frá holunni eftir upphafshögg.