Hulda snýr heim

Hulda Dís Þrastardóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Handknattleikskonan Hulda Dís Þrastardóttir snýr aftur heim á Selfoss eftir að hafa samið við uppeldisfélagið sitt til tveggja ára.

Undanfarin tvö keppnistímabil hefur Hulda Dís leikið með Val í Olísdeild kvenna, þar sem hún varð m.a. bikarmeistari í vetur. Hulda Dís hefur leikið með yngri landsliðum Íslands sem og B-landsliðinu.

„Það eru mjög góðar fréttir að þessi fjölhæfa handboltakona hafi ákveðið að taka slaginn á Selfossi í vetur. Það eru spennandi tímar framundan í Olísdeildinni í vetur og fleiri frétta af leikmannamálum er að vænta á næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinÆvintýralegur sigur Ægismanna
Næsta greinEva María Íslandsmeistari í hástökki