Hulda sigraði fyrsta Hófadyninn

Síðastliðinn sunnudag fór fram fyrsta mótið af fjórum í Hófadyns mótaröð Hestamannafélagsins Geysis. Keppt var í fjórgangi og voru sautján knapar skráðir til leiks. Hulda Gústafsdóttir á Val frá Árbakka varð í fyrsta sæti.

Mótið tókst virkilega vel þrátt fyrir að kalt væri í veðri enda aðstaðan í Rangárhöllinni til fyrirmyndar. Næsta mót verður haldið 14. febrúar og verður þá keppt í töltfimi og skeiði.

Hófadynur er þannig upp byggður að knapar safna stigum eftir hvert mót og er sá Hófadynsmeistari sem stendur uppi sem sigurvegar eftir öll fjögur mótin. Hófadynur Geysis er opinn öllum óháð félagi.

Staðan eftir fyrsta mót í stigakeppninni er því eftirfarandi.

Sæti/Keppandi/Stig
1. Hulda Gústafsdóttir / Valur frá Árbakka 12
2. Bjarni Sveinsson / Hrappur frá Selfossi 10
3. Freyja Amble Gísladóttir / Sylgja frá Ketilsstöðum 8
4. Ásmundur Ernir Snorrason / Frægur frá Strandarhöfði 7
5. Ragnhildur Haraldsdóttir / Rökkva frá Reykjavík 6
6. Sara Sigurbjörnsdóttir / Trú frá Eystra-Fróðholti 5
7. Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Pétur Gautur frá Strandarhöfði 4
8. Sara Sigurbjörnsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 3
9. Sigurður Sigurðarson / Lukka frá Langstöðum 2
10. – 11. Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum 1
10. – 11. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Freyðir frá Syðri-Reykjum 1

Fyrri greinHeilsugæslan á Hvolsvelli aftur opin fimm daga vikunnar
Næsta greinSkemmtilegt þorrablót á Laugalandi