Hulda setti Íslandsmet

Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra, setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki þroskahamlaðra á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um síðustu helgi.

Hulda hefur verið að keppa á fullu í vetur á þeim mótum sem hafa verið í boði, bæði fyrir fatlaða og ófatlaða og hefur farið vaxandi með hverju mótinu sem líður.

Meistarmót Íslands um liðna helgi var þar enginn undantekning en Guðrún varpaði kúlunni 8,88m sem er bæting á eigin Íslandsmeti um 5 sm og varð í níunda sæti.