Hulda keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti

Hulda í kasthringnum í Dubai í gærkvöldi. Ljósmynd/Jón Björn

Þátttöku Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum er lokið en í gærkvöldi keppti kúluvarparinn Hulda Sigurjónsdóttir frá Mið-Mörk undir Eyjafjöllum í kúluvarpi F20 kvenna.

Hulda kastaði lengst 9,61 m en að þessu sinni dugði það ekki til að ná í inn í átta manna úrslit.

Fyrsta kast Huldu í kvöld var 9,40 m og annað kastið 9,61 m en þriðja kastið reyndist ógilt. Hulda hefði þurft 11 metra kast til að komast inn í úrslitin en hún var núna að ljúka sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Fyrri greinKammerkór Suðurlands „poppar upp“ á laugardag
Næsta greinAuglýst eftir presti í Þorlákshöfn