Hulda heldur áfram að bæta Íslandsmetið í kúlu

Hulda Sigurjónsdóttir, Íþróttafélaginu Suðra, tvíbætti í gær Íslandsmet sitt í flokki F20 þroskahamlaðra á Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer í Stadskanaal í Hollandi.

Fyrir keppnina var gildandi Íslandsmet Huldu 9,00 metrar en það setti hún fyrr í þessum mánuði á Íslandsmóti ÍF í Laugardal.

Í gær byrjaði Hulda á að bæta metið um þrjá sentimetra en besta kast dagsins hjá henni var 9,04 m og aftur nýtt Íslandsmet.

Hulda komst ekki í úrslit þrátt fyrir bætinguna á Íslandsmetinu og hafnaði í 10. sæti.

Evrópumeistaramótið í Hollandi er fyrsta stórmótið sem Hulda tekur þátt í á vegum IPC og verður fróðlegt að fylgjast með madömmunni úr Mið-Mörk í framhaldinu.

Fyrri greinSelfoss fékk Þrótt í bikarnum
Næsta greinBjörguðu bíl úr Krossá