Hulda Dís í Val

Hulda Dís í búningi Vals. Ljósmynd/Valur

Handknattleikskonan Hulda Dís Þrastardóttir frá Selfossi hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val.

Hulda hefur verið lykilmaður í Selfossliðinu undanfarin ár og var í vetur fyrirliði liðsins ásamt því að vera markahæsti leikmaður liðsins þegar keppni var hætt í vor.
Hulda var valin í B-landsliðshóp Arnars Péturssonar núna í sumar en hún hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.

„Hulda er góður leikmaður og ekki síður frábær karakter. Hún passar því vel inn í okkar hóp enda getur hún leyst margar leikstöður,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, í tilkynningu frá félaginu.

Fyrri greinAnnir hjá björgunarsveitum í dag
Næsta greinÞrír ökumenn undir áhrifum í Veiðivötnum