Hulda Dís framlengir á Selfossi

Hulda Dís Þrastardóttir. Ljósmynd/Selfoss

Hulda Dís Þrastardóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára.

Huldu þarf vart að kynna en hún er uppalin hjá félaginu og hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarin ár.

Í vetur tryggðu Selfyssingar sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili og verður spennandi að sjá Huldu með Selfossliðinu í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Hulda Dís Þrastardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri grein„Ákveðin lítil stelpukona sem fær að ráða sér sjálf“
Næsta greinMotocrossdeild Selfoss fær aðstöðu í Bolaöldu