HSK/Selfoss þrefaldur bikarmeistari

Lið HSK/Selfoss varð þrefaldur bikarmeistari í frjálsum íþróttum 15 ára og yngri í dag. Tvö lið frá HSK tóku þátt og varð A-liðið bikarmeistari í piltaflokki, stúlknaflokki og samanlagt.

Mótið var haldið á Þórsvellinum á Akureyri og þar sigraði HSK-A með 145 stig samanlagt, en í 2. sæti varð Íþróttabandalag Reykjavíkur með 120 stig. B-lið HSK stóð sig einnig mjög vel og varð í 6. sæti í keppninni með 73 stig.

Samtals fengu krakkarnir níu gullverðlaun, sjö silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun.

Fyrri greinFundu hálfklárað verk Einars í geymslu
Næsta greinByggðarsafnssýningin Lífið í Selvoginum