HSK vann tvo flokka

Sveitaglíma Íslands 2015 fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 11. apríl sl. að viðstöddu fjölmenni sem komið var til að fylgjast með mótinu og hvetja krakkana áfram.

HSK átti fjórar sveitir sem unnu til verðlauna á mótinu. Sveit HSK í flokki 10—11 ára stúlkna vann öruggan sigur og varð meistari. Í sveitinni voru Sunna Lind Sigurjónsdóttir, Thelma Rún Jóhannsdóttir, Aldís Freyja Kristjánsdóttir og María Sif Indriðadóttir.

Sveit HSK í flokki 12-13 ára stúlkna varð í öðru sæti á eftir UÍA. Sveit HSK skipuðu þær Birgitta Saga Jónsdóttir, Svala Valborg Fannarsdóttir og Oddný Benónýsdóttir.

Loks tóku fimm sveitir þátt í flokki 10 – 11 ára stráka og unnu HSK sveitirnar tvöfalt. A sveitin sigraði og í henni voru þeir Ólafur Magni Jónsson, Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson, Þorsteinn Ragnar Guðnason og Einar Þór Sigurjónsson. B-sveitin varð í öðru sæti og í silfursveitinni voru Sindri Sigurjónsson, Veigar Páll Karelsson og Christian Dagur Kristinsson.

Fyrri greinGísli sýnir í Listagjánni
Næsta greinGuðdómlegur chiabúðingur