HSK sveitir unnu þrjá titla af fjórum

Ungir G

Sveitaglíma Íslands 16 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli 19. mars sl. að viðstöddu fjölmenni sem hvöttu krakkana áfram og var mikið fjör í íþróttahúsinu.

Hér er getið um árangur sveita frá HSK, en HSK vann í þremur af fjórum flokkum sem keppt var í.

10 – 11 ára stúlkur
A-sveit HSK sigraði, B-sveit HSK varð í öðru sæti og UÍA varð í þriðja. Í sigursveitinni voru María Sif Indriðadóttir, Thelma Rún Jóhannsdóttir og Árbjörg Sunna Markúsdóttir. B-sveitina skipuðu þær Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Hrefna Dögg Ingvarsdóttir og Svanhvít Stella Þorvaldsdóttir.

10 – 11 ára strákar
Þrjár sveitir tóku þátt og varð HSK sveitin í öðru sæti. Hana skipuðu þeir Sindri Sigurjónsson, Ísak Guðnason, Olgeir Otri Engilbertsson og Sindri Snær Brynjólfsson.

13 – 14 ára strákar
HSK sveitin sigraði, en þrjár sveitir tóku þátt. Kristján Bjarni Indriðason, Ólafur Magni Jónsson, Aron Sigurjónsson og Sigurður S.Á. Sigurjónsson voru í sigursveitinni.

15 – 16 ára stúlkur
HSK vann UÍA 6,5 – 2,5 og vann þar með titilinn. Sigursveitina skipuðu þær Jana Lind Ellertsdóttir, Laufey Ósk Jónsdóttir og Dórothea Oddsdóttir.

Fyrri greinElvar Örn í U-20 á EM
Næsta greinFélagarnir búnir að raka af sér hárið líka