HSK styrkir bikarmeistarana

Bikarmeistararnir Hólmfríður og Alfreð ásamt Engilbert, framkvæmdastjóra HSK. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Verkefnasjóðs Héraðssambandsins Skarphéðins ákvað að veita knattspyrnudeild Selfoss 400 þúsund króna styrk í tilefni af bikarmeistaratitlinum sem kvennalið félagsins vann síðastliðinn laugardag.

Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, kom við í félagsheimilinu Tíbrá í morgun með bréf frá sjóðnum og það voru þau Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari og Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður sem tóku við styrknum fyrir hönd bikarameistarana.

Með styrknum fylgdu inniegar hamingjuóskir frá HSK en samkvæmt reglugerð verkefnasjóðsins er stjórn sjóðsins heimilt að veita styrki úr honum án umsóknar vegna framúrskarandi árangurs.

Fyrri greinLokað í Reynisfjöru eftir grjóthrun
Næsta greinForsætisráðherra tók á móti kanslara Þýskalands á Þingvöllum