HSK sigraði í öllum fjórum flokkunum

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu að Laugalandi í Holtum um síðustu helgi. HSK sigraði í öllum fjórum keppnisflokkunum og náði að auki í tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.

A sveit telpna 12-13 ára varð Íslandsmeistari í sveitaglímunni. Í sveitinni voru Rósa Kristín Jóhannesdóttir, Dagný Rós Stefánsdóttir og Dórothea Oddsdóttir. B sveit HSK varð í öðru sæti, sveitina skipuðu Birgitta Saga Jónasdóttir, Svala Valborg Fannarsdóttir, Guðný Von Jóhannesdóttir og Guðný Salvör Hannesdóttir.

Jana Lind Ellertsdóttir, Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Rakel Hjaltadóttir og Laufey Ósk Jónsdóttir voru í sigursveit HSK í flokki meyja 14 – 15 ára.

Strákar 10-11 ára unnu tvöfalt. Ólafur Magni Jónsson, Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson, Unnsteinn Reynisson og Sæþór Atlason voru í sigursveitinni. Þorsteinn Guðnason, Sindri Sigurjónsson, Einar Sigurjónsson og Sindri Snær Brynjólfsson voru í silfursveitinni.

Drengirnir í flokki 14-15 ára náðu einnig verðlaunasætum. A-sveitin varð Íslandsmeistari og í sveitinni voru þeir Gústaf Sæland, Ágúst Aron Guðjónsson og Kristján Bjarni Indriðason. B-sveitin varð í þriða sæti og hana skipuðu þeir Sindri Ingvarsson, Sölvi Freyr Jónasson og Gestur Jónsson.

Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og var þátttaka góð og keppnin spennandi.

Fyrri greinBókakaffið stækkar
Næsta greinSkaftafellsstofa stækkuð