HSK sækir um þrjú landsmót

Héraðssambandið Skarphéðinn hyggst senda inn þrjár umsóknir vegna landsmóta UMFÍ á næstu árum, í samvinnu við sveitarfélögin Ölfus og Árborg.

Þannig höfðu bæði sveitarfélögin áhuga á að halda unglingalandsmót UMFÍ 2017 og mun HSK því senda inn tvær umsóknir um það mót.

Ölfusingar hafa einnig áhuga á að halda landsmót 50+ árið 2016 og mun HSK einnig sækja um það mót í samvinnu við Ölfusinga.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar í síðustu viku kom fram að Hvergerðingar hafa einnig áhuga á að halda 50+ mótið. Erindi Hvergerðinga verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi HSK þann 29. apríl næstkomandi. Umsóknum frá HSK gæti því fjölgað, en umsóknarfrestur rennur út í lok apríl.

UPPFÆRT 14/4 KL. 11:05

Fyrri greinHestafjör á Brávöllum
Næsta greinÞorsteinn nýr formaður USVS