HSK met í hálfu og heilu maraþoni ekki gild

Greint var frá því í vikunni að vegna mistaka hafi hlaupaleiðin í heilu og hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu verið 213 metrum of stutt og því er árangur hlaupara í þessum vegalengdum ekki löglegur.

Fimm HSK met voru sett í Reykjavíkurmaraþoninu en fjögur þeirra fást ekki staðfest vegna mistakanna hjá framkvæmdaaðila hlaupsins. Því voru engin met sett í þessum hlaupum.

Sigrún Sigurðardóttir, Steingerður Hreinsdóttir og Björn Magnússon, sem öll hlupu undir gildandi HSK metum í sínum flokkum fá því þessi met ekki staðfest.

Eitt HSK met frá þessum degi stendur, en Auður Inga Ólafsdóttir setti HSK met í 10 km hlaupi í flokki 50-55 ára. Hún hljóp á 50,2 mín.

Sjá nánar á hlaup.is

Fyrri greinEfniskaup í ljósleiðara undir 50 milljónum
Næsta greinDrottningarkaka