Hrunamenn og Hamar töpuðu

Clayton Ladine skoraði 21 stig fyrir Hrunamenn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn og Hamar töpuðu leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Hamar heimsótti Skallagrím en Hrunamenn fengu Sindra í heimsókn.

Í Borgarnesi hafði Skallagrímur talsverða yfirburði gegn Hamri. Staðan í hálfleik var 62-45 en seinni hálfleikurinn var jafnari. Hamri tókst þó ekki að minnka muninn að ráði. Dareial Franklin var stigahæstur Hvergerðinga með 36 stig og 10 fráköst.

Á Flúðum höfðu gestirnir í Sindra undirtökin lengst af leiknum. Staðan var 39-44 í hálfleik og í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 56-76 og útlitið svart fyrir Hrunamenn. Þá kom gjörsamlega frábær kafli hjá heimamönnum sem minnkuðu muninn í 80-82 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þá var orðið lítið eftir á tanknum hjá Hrunamönnum og Sindri tók frumkvæðið aftur og tryggði sér 90-93 sigur. Clayton Ladine var stigahæstur Hrunamanna með 32 stig.

Eftir leiki kvöldsins eru Hrunamenn áfram í 8. sæti með 8 stig og Hamar í 9. sæti með 4 stig.

Tölfræði Hamars: Dareial Franklin 36/10 fráköst, Joao Lucas 26/6 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 15, Maciek Klimaszewski 6/8 fráköst, Bjarki Friðgeirsson 2, Oddur Ólafsson 4 fráköst/6 stoðsendingar.

Tölfræði Hrunamanna: Clayton Ladine 32/5 fráköst/5 stoðsendingar, Yngvi Freyr Óskarsson 17/8 fráköst, Karlo Lebo 11/16 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 11, Dagur Úlfarsson 8, Orri Ellertsson 6/6 fráköst, Eyþór Orri Árnason 3/8 stoðsendingar, Páll Magnús Unnsteinsson 2.

Fyrri greinSpenna og sviti í Krikanum
Næsta greinSelfoss í ham gegn botnliðinu