Hrunamenn leika í 1. deild

Ljósmynd/Hrunamenn

Hrunamenn munu leika í 1. deild karla í körfubolta á komandi vetri. KV afþakkaði sæti í 1. deildinni og bauð mótanefnd KKÍ þá Hrunamönnum sætið, sem þeir þáðu með þökkum.

Hrunamenn voru í 2. sæti í 2. deildinni þegar mótahald var blásið af í vetur vegna COVID-19.

Það verða því þrjú lið af Suðurlandi í 1. deildinni á næstu leiktíð; Hamar, Hrunamenn og Selfoss. 

Leikjaniðurröðun fyrir deildina verður birt á vef KKÍ í þessari viku.

Fyrri greinMesta hlutfallslega fjölgunin í Mýrdalshreppi
Næsta greinRæktuðu kannabis í haughúsi