Hrunamenn hraðmótsmeistarar

Fjögur lið tóku þátt í hraðmóti HSK í blaki þetta árið, Laugdælir, Hrunamenn, Hamar 1 og Hamar A. Leikið var á Laugarvatni þriðjudaginn 25. október sl.

Hamarsliðin tvö skildu 1-1 í fyrstu umferð á meðan Hrunamenn lögðu Laugdæli, í annari umferð töpuðu Hrunamenn og Laugdælir bæði sínum leikjum á móti Hamarsliðunum sem stóðu með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina, en skjótt skipast veður í lofti því að í lokaumferðinni tapaði Hamar 1 fyrir Laugdælum á meðan Hrunamenn unnu Hamar A.

Lokastaða varð því að Hrunamenn urðu hraðmótsmeistarar þetta árið með 4 stig, Hamarsliðin tvö í öðru og þriðja sæti með 3 stig hvort og Laugdælir í því fjórða með 2 stig.

Nánari úrslit er hægt að sjá á www.hsk.is.