Hrunamenn hertu tökin í lokin

Ahmad Gilbert var sterkur í leiknum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hrunamenn unnu mikilvægan sigur þegar þeir heimsóttu Ármann í Kennaraháskólann í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Hrunamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 41-52 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks voru Ármenningar hins vegar mun ákveðnari, sóknarleikur Hrunamanna gekk illa og heimamenn komust yfir, 60-59, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum.

Forskot Ármanns var orðið 6 stig snemma í 4. leikhluta en þá tóku Hrunamenn við sér, bættu vörnina og létu þristunum rigna og 19-4 áhlaup þeirra kom þeim í þægilega stöðu fyrir lokamínúturnar. Að lokum unnu Hrunamenn öruggan sigur, 82-91.

Ahmad Gilbert var besti maður vallarins, skoraði 23 stig fyrir Hrunamenn og tók 14 frákös. Yngvi Freyr Óskarsson skoraði 17 stig og tók 6 fráköst og Samuel Burt var sömuleiðis sterkur með 16 stig og 11 fráköst.

Hrunamenn eru nú í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Ármann er í 6. sæti með 10 stig og á leik til góða.

Tölfræði Hrunamanna: Ahmad Gilbert 23/14 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 17/6 fráköst, Samuel Burt 16/11 fráköst, Eyþór Orri Árnason 12/4 fráköst, Hringur Karlsson 5, Friðrik Heiðar Vignisson 5, Þorkell Jónsson 5, Haukur Hreinsson 5, Óðinn Freyr Árnason 3.

Fyrri grein„Ósköp venjulegt fólk sem reynir að standa í skilum“
Næsta greinSelfyssingar keyrðu hratt til sigurs