Hrunamenn fengu KR heima

Í dag var dregið í 32-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta. Hrunamenn sem leika í 2. deildinni fá stórleik á heimavelli gegn Íslandsmeisturum KR.

Þeir Kolbeinn Pálsson og Þórir Magnússon sáu um að draga en þeir eru margfaldir bikarmeistarar og í Körfuboltafjölskyldunni.

Hrunamenn mæta KR-ingum, Þórsarar heimsækja 1. deildarlið KFÍ á Ísafirði, FSu fær úrvalsdeildarlið Keflavíkur í heimsókn og Hamar sækir 2. deildarlið Álftaness heim.

Leikdagar eru dagana 31. október til 3. nóvember.

Fyrri greinFuglinn náði yfirhöndinni í haust
Næsta greinSelfoss sigraði í hörkuleik