Hrunamenn/Þór Þ bikarmeistarar í 9. flokki

Sameiginlegt lið Hrunamanna og Þórs Þorlákshafnar varð bikarmeistari í 9. flokki drengja í körfuknattleik í dag eftir úrslitaleik við Keflavík.

Leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni og þar voru það Sunnlendingarnir sem náðu fljótt tökum á leiknum og keyrðu upp þægilegt forskot. Þrátt fyrir töluverðan mun gáfust Keflvíkingar aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu að halda í við Hrunamenn/Þór Þ. En það dugði ekki til og Sunnlendingarnir sigruðu og eru því bikarmeistarar. Lokatölur 79-43.

Eyþór Orri Árnason var valinn besti maður leiksins en hann var með 23 stig, gaf 11 stoðsendingar, tók fjögur fráköst, stal þremur boltum og varði tvö skot.

Aron Ernir Ragnarsson skoraði einnig 23 stig, Ísak Perdue skoraði 13 auk þess sem hann tók 7 fráköst, Dagur Úlfarsson skoraði 8 stig og tók einnig 7 fráköst, Páll Unnsteinsson skoraði 4 stig, Hjörtur Snær Halldórsson 3, Hringur Karlsson og Óðin Freyr Árnason 2 og Þorvaldur Logi Einarsson 1.

Fyrri greinFylgdarakstur yfir Þrengslaveg
Næsta greinLést á Suðurlandsvegi