Hrun í fjórða leikhluta

Þór Þorlákshöfn fékk Hauka í heimsókn í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir fóru með sigur af hólmi, 71-99.

Leikurinn var jafn framan af, Þórsarar leiddu 48-46, í hálfleik en Haukar komust yfir í 3. leikhluta og leiddu 63-69 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Þar hrundi hins vegar leikur Þórsara sem skoruðu aðeins 8 stig í lokaleikhlutanum, gegn 30 stigum gestanna.

Darrin Govens var stigahæstur hjá Þór með 22 stig og 13 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson skoraði 17 stig, Nemanja Sovic og Tómas Heiðar Tómasson 10, Baldur Þór Ragnarsson 9 og Emil Karel Einarsson 3.

Þórsarar eru í 6. sæti deildarinnar með 18 stig en Haukar fóru upp í 5. sætið með sigrinum og hafa einnig 18 stig.

Fyrri greinFSu gaf eftir í lokin
Næsta greinMikill áhugi fyrir þjóðmenningarsetri við Gullna hringinn