Hrókeringar á Þingborg um helgina

Suðurlandsmótið í skák verður haldið í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi um helgina.

Mótið er nú haldið í þriðja sinn eftir vakningu úr dvala sem staðið hafði í u.þ.b. 20 ár. Núverandi Suðurlandsmeistari er Björn Ívar Karlsson frá Vestmannaeyjum.

Tefldar verða sjö umferðir, fjórar atskákir og þrjár kappskákir. Mótið hefst í kvöld, föstudagskvöld kl. 19:30 og því lýkur kl 13:45 á sunnudag.

Hraðskákmeistaramót Suðurlands fer síðan fram kl. 14:00 á sunnudaginn. Þar verða tefldar níu umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Fjölmargir skákmenn hafa þegar skráð sig til leiks og samkvæmt því víst að keppendur verða fleiri en í fyrra þegar þeir voru 30.

Fyrri greinLaus sæti í Arsenalferð
Næsta greinÞórsarar í úrvalsdeild