Hreyfifjör UMFS/Suðra í Baulu á sunnudögum

Ljósmynd/Aðsend

Hreyfifjör UMFS/Suðra fer fram í íþróttahúsinu Baulu á Selfossi á sunnudögum kl. 13:00 til 14:00. Tímarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir börn sem þrífast ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi, sem og fyrir börn með fatlanir eða taugaþroskaraskanir. Lögð er áhersla á gleði, öryggi og að hvert barn fái að njóta hreyfingar á sínum forsendum.

Framundan eru Stjörnuleikar Allir með, sem verða haldnir laugardaginn 7. febrúar kl. 13:00 í íþróttahúsi Vallskóla. Þar fá þátttakendur tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum leikjum og hreyfingu í hvetjandi og jákvæðu umhverfi. Stjörnuleikarnir og Hreyfifjörið er unnið í góðu samstarfi við deildir innan Ungmennafélags Selfossi, sem taka þátt og kynna sínar greinar.

Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt. Nánari upplýsingar veitir Ása Björg í síma 6973828 eða asabjorg76@gmail.com.

Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar í jólafjörinu sem var haldið á síðustu æfingunni fyrir jól en þar mættu góðir gestir sem spreyttu sig í hinum ýmsu þrautum.

Fyrri greinHljómsveitin Lotus kemur saman fyrir Selfossþorrablótið