Hreinn Heiðar sigraði í hástökki

Hreinn Heiðar Jóhannsson, Umf. Laugdæla, sigraði í hástökki á JJ-móti Ármanns í frjálsum íþróttum á Laugardalsvellinum í kvöld. Hreinn Heiðar stökk 1,90 m.

Haraldur Einarsson, Umf. Vöku, varð annar í jöfnu 300 m hlaupi karla, hljóp á 37,21 sek og Þórhildur Helga Guðjónsdóttir, Umf. Selfoss, varð þriðja í 100 m hlaupi kvenna á 13,38 sek.

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, varð þriðja í 100 m grindahlaupi kvenna á 15,68 sek. Hún hljóp einnig 300 m hlaup og kom þar fjórða í mark á nýju Selfossmeti, 43,23 sek og bætti met Guðrúnar Heiðu Bjarnadóttir um rúmlega hálfa sekúndu. Fjóla varð síðan önnur í hástökki með stökk upp á 1,60 m og Kristín Rut Arnardóttir, Umf. Selfoss, varð þriðja þar, stökk 1,40 m.

Guðrún Heiða Bjarnadóttir varð önnur í langstökki kvenna, stökk 4,62 m eða 31 sm lengra en Andrea Sól Marteinsdóttir, Umf. Selfoss, sem varð þriðja. Andrea varð önnur í kúluvarpi, kastaði 10,31 m og bætti þar 8 ára gamalt Selfossmet Evu Sonju Schiöth um 19 sm. Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, HSK, varð þriðja í kúluvarpi með 48,11 m.

Dagur Fannar Magnússon, Umf. Selfoss, varð þriðji í kúluvarpi þegar hann kastaði 9,13 metra, Guðmundur Kr. Jónsson, Umf. Selfoss, varð annar í spjótkasti pilta, kastaði 50,88 m og Barði Páll Böðvarsson, Umf. Selfoss, varð þriðji í karlaspjótinu með kast upp á 38,05 m.

Fyrri greinTilþrifalítið í Grafarvoginum
Næsta greinRagnar farinn í FH