Hrannar skaut Hamri í úrslitaleikinn

Hamarsmenn lögðu KH 1-2 í gær í undanúrslitum C-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu. Hamar mætir KFG í úrslitaleiknum.

Það blés reyndar ekki byrlega fyrir Hamri í upphafi leiks því KH komst yfir strax á 7. mínútu. Ágúst Örlaugur Magnússon jafnaði metin á 22. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

Hrannar Einarsson skoraði svo eina mark seinni hálfleiks á 73. mínútu og tryggði Hamri sigur og sæti í úrslitaleiknum.

KFG vann Vatnaliljurnar 3-0 á sama tíma þannig að það verða Hamar og KFG sem leika til úrslita næstkomandi sunnudag.

Fyrri greinAukning í útgáfu byggingarleyfa
Næsta greinGrýlupottahlaup 1/2016 – Úrslit