Hrafnhildur og Eva í landsliðið

Tveir Selfyssingar eru í unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum sem undirbýr sig nú fyrir Evrópumót unglinga.

Þetta eru þær Eva Grímsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Nú taka við æfingar á fullu hjá þeim fram að mótinu sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. október nk.