Hrafnhildur Hanna og Jón Daði íþróttafólk ársins

Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Umf. Selfoss 2012 á aðalfundi félagsins í síðustu viku.

Bæði náðu þau frábærum árangri í sínum greinum, Hrafnhildur Hanna var í stúlknaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum og Jón Daði var besti leikmaður Selfossliðsins í knattspyrnu og í lok keppnistímabilsins var hann valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar.

Þórir Haraldsson hlaut Björns Blöndal bikarinn sem veittur er öflugum félagsmönnum og fimleikadeildin var valin deild ársins og hlaut UMFÍ-bikarinn.

Reikningar félagsins voru lagðir fyrir fundinn og stjórn félagsins kjörin en Kristín Bára Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður.

Fyrri greinAxel Óli: Hvernig bætum við lífsgæði okkar á laugardaginn kemur?
Næsta greinBorgarafundur í Hvítahúsinu