Hrafnhildur Hanna og Ægir fimleikafólk ársins

Á jólasýningu fimleikadeildar Umf. Selfoss hefur skapast sú hefð að útnefna fimleikakonu ársins. Á sýningunni um síðustu helgi var bætt um betur og einnig útnefndur fimleikakarl ársins, í fyrsta skipti.

Þetta árið voru það Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ægir Atlason sem hlutu þessa nafnbót. Þau eru bæði vel að titlunum komin. Hrafnhildur Hanna varð Evrópumeistari með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum á dögunum og Ægir keppti með blönduðu liði Íslands sem hafnaði í 4. sæti á sama móti.

Þau eru bæði lykilmenn í keppni fyrir fimleikadeild Selfoss sem og góðar fyrirmyndir. Vart þarf að nefna að metnaður, áhugi og endalausar æfingar hafa skilað þeim á þann stað sem þau eru í dag.

Fyrri greinFSu tapaði á Egilsstöðum
Næsta greinGeir Jón vill 5.-6. sætið