Hrafnhildur Hanna íþróttamaður HSK 2012

Fimleikakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, var útnefnd íþróttamaður HSK 2012 á héraðsþingi Skarphéðins í Aratungu í dag.

Alls var 21 íþróttamaður tilnefndur í kjörinu en sérstök valnefnd kýs íþróttamann ársins.

Hrafnhildur Hanna náði frábærum árangri árið 2012 en hún varð Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands í október. Hún er lykilmanneskja í liðinu og stökk m.a. fjórar umferðir af sex á mótinu, en aðeins sex liðsmenn af fjórtán komast í hverja umferð á áhöldum.

Auk þess að æfa fimleika spilar Hrafnhildur stórt hlutverk með liði Selfoss í N1-deild kvenna í handbolta.

Aðrir tilnefndir:
Axel Örn Sæmundsson, Umf. Þór – badminton
Rúnar Bogason, Umf. Hrunamanna – blak
Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Íþf. Dímon – borðtennis
Björn Snorrason, Umf. Selfoss – bridds
Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss – frjálsíþróttir
Hlynur Geir Hjartarson, GOS – golf
Marín Laufey Davíðsdóttir, Umf. Samhygð – glíma
Einar Sverrisson, Umf. Selfoss – handbolti
Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Hmf. Geysi – hestaíþróttir
Hulda Sigurjónsdóttir, Suðra – íþróttir fatlaðra
Egill Blöndal, Umf. Selfoss – júdó
Jón Daði Böðvarsson, Umf. Selfoss – knattspyrna
Rósa Birgisdóttir, Umf. Selfoss – kraftlyftingar
Darri Hilmarsson, Umf. Þór – körfubolti
Þorsteinn Helgi Sigurðsson, Umf. Þór – motocross
Ingimundur Sigurmundsson, Umf. Baldri – skák
Hákon Þór Svavarsson, SFS – skotíþróttir
Kristín Stefánsdóttir, Umf. Vöku – starfsíþróttir
Þórir Gauti Pálsson, Umf. Selfoss – sund
Daníel Jens Pétursson, Umf. Selfoss – taekwondo

Fyrri greinHSK rekið með hagnaði
Næsta greinSvavar tryggði Selfyssingum sigur