Hrafnhildur Hanna efnilegust

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, var valin efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna í handbolta á lokahófi HSÍ sem fram fór í gærkvöldi.

Hrafnhildur Hanna var burðarás í liði Selfoss sem varð í 9. sæti á sínu fyrsta ári í deildinni. Hrafnhildur lék sextán af tuttugu leikjum Selfoss í deldinni og var markadrottning liðsins með 96 mörk.

Fyrri greinÍslendingar duglegri að nota tjaldsvæðin
Næsta greinGrýlupottahlaup 6/2013 – Úrslit