Hrafnhildur Hanna besti sóknarmaðurinn

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir rakaði inn verðlaunum á lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem haldið var í Gullhömrum í Grafarvogi í gærkvöldi.

Hanna fékk þrenn verðlaun; markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna með 159 mörk, besti sóknarmaður Olísdeildarinnar og einnig var hún valin í úrvalslið Olísdeildar kvenna í stöðu vinstri skyttu.

Selfyssingurinn Janus Daði Smárason, sem leikur með Íslandsmeisturum Hauka, var valinn í úrvalslið karla í stöðu leikstjórnanda.

Fyrri greinGuðmundur Ármann: Miklar skuldir og áætlun sem ekki stenst
Næsta greinGuðmundur á Lindarbrekku 100 ára