Hrafn keppti á sínu fyrsta Grand Prix móti

Hrafn Arnarsson, Judofélagi Suðurlands, keppti um síðustu helgi á sínu fyrsta Grand Prix móti í Zagreb Króatíu.

Hrafn keppir í -81 kg flokki og mætti Arab Sibghatullah, sterkum keppanda frá Albaníu, í fyrstu umferð en Albaninn er í 156. sæti heimslistans.

Hrafn beið lægri hlut í glímunni eftir gott bragð frá Sibghatullah, sem reyndist betri í gripunum. Þrátt fyrir tapið var þetta ágætis byrjun á keppnisferli Hrafns en sem fyrr segir var þetta í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í þessari sterkustu mótaröð sem í boði er á alþjóðasviðinu.

Á komandi mánuðum mun Hrafn halda áfram að taka þátt í stórmótum og æfingabúðum fyrir hönd Íslands.

Fyrri greinGrímur veiddi stærsta lax aldarinnar
Næsta greinHáspenna á Selfossvelli