Höttur leiddi allan tímann

Björn Ásgeir Ásgeirsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar heimsótti Hött á Egilsstaði í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn unnu öruggan sigur, 108-97.

Hattarmenn leiddu allan leikinn, þeir skoruðu fyrstu tíu stigin og Hamarsmenn áttu engin svör í fyrri hálfleiknum. Staðan var 54-35 í hálfleik. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta og þegar sá fjórði hófst var staðan 84-60. Hvergerðingar skoruðu grimmt í 4. leikhlutanum og náðu að saxa á forskot heimamanna en sigur Hattar var aldrei í hættu.

Franck Kamgain var stigahæstur Hamarsmanna með 32 stig, Björn Ásgeir Ásgeirsson skoraði 21 og Lúkas Aron Stefánsson 17.

Höttur fór uppfyrir Hamar á töflunni en bæði lið eru um miðja deild, Höttur meö 4 stig og Hamar með 2.

Höttur-Hamar 108-97 (25-18, 29-17, 30-25, 24-37)
Tölfræði Hamars: Franck Kamgain 32/7 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 21, Lúkas Aron Stefánsson 17/5 fráköst, Birkir Máni Daðason 9, Jens Hjorth Klostergaard 6, Ísak Sigurðarson 5, Atli Rafn Róbertsson 4, Egill Þór Friðriksson 2, Daníel Sigmar Kristjánsson 1/5 fráköst.

Fyrri greinSASS vill að stjórnvöld grípi strax inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra
Næsta greinValur hafði betur í tvíframlengdum leik