Selfoss tók á móti Hetti í 1. deild karla í körfubolta í kvöld í íþróttahúsi Vallaskóla. Hattarmenn reyndust vel sprækir eftir ferðalagið að austan og sigruðu 77-99.
Gestirnir mættu fílefldir til leiks og leiddu 13-31 eftir 1. leikhluta. Selfoss klóraði í bakkann í 2. leikhluta en Höttur hélt góðu forskoti og leiddi 36-51 í hálfleik. Hattarmenn vörðu forskot sitt vel í seinni hálfleiknum og sigur þeirra var aldrei í hættu.
Collin Pryor var framlagshæstur Selfyssinga með 16 stig og 9 fráköst og Tristan Máni Morthens skoraði 15 stig.
Selfoss er í 8. sæti deildarinnar með 12 stig en Höttur er í toppsætinu með 28 stig.
Selfoss-Höttur 77-99 (13-31, 23-20, 20-24, 21-24)
Tölfræði Selfoss: Collin Pryor 16/9 fráköst, Tristan Máni Morthens 15, Kristijan Vladovic 11/6 fráköst/6 stoðsendingar, Steven Lyles 10/6 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 7/4 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 6, Gísli Steinn Hjaltason 5, Arnór Daði Viðarsson 3, Halldór Halldórsson 2, Fjölnir Morthens 2.

